Munur kynjanna…

Ég get vart varist því að taka til máls yfir þeirri fáranlegu umræðu sem maður verður oft var við af hendi síðfemínista og fleiri um meint kynjamisrétti sem á að vera svo rótgróið í þjóðfélagi okkar.
Ég er orðin þreyttur á því að konur líti sífellt á sig sem minnihlutahóp enda eru þær það augljóslega ekki. Hvernig stendur á því að svo margar systur mínar hafa svona ríka minnimáttarkennd, hefur einn helmingur mannkyns verið að kúga hinn svona lengi, hefur sá helmingur mannkyns verið svo miklu sterkari að hann hefur haft það í valdi sér að halda hinum helmingnum í heljargreipum svo öldum skiptir og er þá kvenþjóðin það máttlaus að hefur þurft að lúffa í þjóðfélagi rekið af körlum?
Er konan þá veikari kynið?
Auðvitað ekki! Því ekki er sama kúgun og verkskipting.
Mannkynið var nefnilega lengi vel einfaldlega ekki í þeirri aðstöðu að geta hlíft neinu eða veita neinum fullt frelsi til þess að gera það sem vildi, hann yrði einfaldlega að hlýða og gegna sínu hlutverki í tilverunni ellegar deyja drottni sínum. Bæði karlmenn og kvenmenn.
Umhverfið var svo sannarlega óblítt og þótt hlutskipti konunnar hafi oftar en ekki verið lítt öfundsvert hafði karlpeningurinn ekki það betra. Hvað skyldu margur maðurinn, elskaður húsbóndi, drengurinn hennar mömmu sinnar orðið að rotna liðið lík á vígvöllum sögunnar.
Margir myndu ef til vill af þessu draga þá ályktun að konan hefði einfaldlega verið skynsamari, stríð hefði alltaf verið leikur karlanna sem konan horfði á undrandi og léti sér ekki detta í hug að fara í.
En eins og ég hef margoft haldið fram áður hefur hópurinn ekki skynsemi eins og einstaklingurinn heldur stjórnast af eðli. Eðli sem skapaðist á sama tíma og kynjahlutverkin í árdaga; þegar konan sökum skyldu sinnar til barneigna var ófær til veiða og hlaut því að sitja uppi með heimilið, skylda sem hún gat ekki hundsað þar sem þar með hefði komið fram óhagkvæmni sem hefði með tímanum neytt hana hvort sem í þau störf sem hentaði best konunni á heildina litið (þótt það gæti hentað illa sumum einstaklingum).
Það var þá. Mennirnir urðu að veiða, þeir urðu að vernda heimilið: Þeir urðu að fara í stríð!
Málið með konunnar: Ef konur hefðu fæðst með typpi og karlarnir hefðu verið ófrískir, þá hefðu konunnar veitt, konunnar verndað heimilið og farið í stríð.
En þá hefði konunnar líka fyrir vikið verið karlar og karlar konur. Svo við stæðum í nákvæmlega sömu stöðu, þannig að það er auðvelt að alhæfa að kynjahlutverkin eru nákvæmlega eins og þau gætu orðið, þótt ég vilji treglega láta það eftir mér.

Ég umgengst mikið konur, í vinnunni, í skólanum, í vinahópnum. Og ég get ekki séð að konur séu að neinu leiti neitt öðruvísi en við karlarnir þegar upp er staðið. Umhverfið hefur náttúrulega allt að segja, persónan er mótuð af uppeldinu og samfélaginu en þegar maður kemur að þeim kjarna semað gerir hverja manneskju erum við öll eins.
Þess vegna fara ákaflega í taugarnar á mér femínistar sem einbeita sér að því að konur eigi svo bágt. Ja, ef konur eiga bágt held ég að þær hljóti að geta sjálfum sér um kennt, ekki eru þær minni menn en við karlarnir til þess að takast á við sín vandamál. Ef samfélagið er andsnúið konum ber að líta á það að helmingur samfélagsins eru konur; eru konur andsnúið konum?
Þökk sé erfiði forfeðra okkar getum við í dag guð sé lof státað okkur að því kynjaskipting er ekki lengur nauðsynleg: maður hefur tækifæri til að gera það sem maður vill, einstaklingurinn fær tækifæri til að njóta sín, og konum jafnt sem körlum ber að notfæra sér það. Og það held ég barasta að þær séu að, konur nútildags geta gert nákvæmlega allt sem þær vilja! Jú, það kostar svita og tár en ég vill draga það stórlega í efa að vegurinn upp framabrautina sé eitthvað torveldari konum en körlum. Lítum á unglinganna (mig, okkur öll); eru stelpurnar eitthvað óöruggari , eitthvað heimaskari, með minna sjálfstraust og svo framvegis. Eru þessir krakkar að láta strákanna vaða yfir sig, þ.e. eitthvað meira en stelpurnar vaða yfir strákanna.
Finnurðu fólk sem pælir orðið eitthvað kyni einstaklingsins, eru þeir margir kennararnir að afsaka stelpurnar fyrir villur á þeim forsendum að “kvennaglöp” séu ósköp skiljanleg eins og eitt sinn var ekki óalgengt. Þegar kynslóðin foreldra okkar verður komin í gröfina (no offence) verður engin lengur að velta sér uppúr þessu. Er ekki sjálfsagt að karlar og konur standi jafnvígis.

Ég hef örlítið verið að kíkja í Píkutorfuna og tímarit eins og Veru, jújú allt gott og blessað, en mér þykir það bara miður að þegar stelpur eins og þessar eru svona siðferðislega þenkjandi að þær skuli aðeins tíma siðferðiskennd sinni á konur, þær eru nú ekki einar um að eiga bágt í þessum heimi, nær væri að hugsa til mannkynsins í heild: vi eigum það öll skilið; við erum öll systkini og eigum allt undir hvoru öðru.

Út fyrir allan þjófabálk þykir mér það þó þegar fólk svoleiðis þenkjandi halda því fram að konur séu körlum fremri… Sér hver nú hræsnina í slíku. Jafnrétti væri lítis virði værum við ekki jöfn.
Svoleiðis viðhorf er, eins og karlremba, ekki óskylt fasisma: öll dýrin í skóginum er jöfn… þótt sum séu jafnari en önnur.
Af sama meiði eru jafnréttislögin sem gætu því miður ekki stuðlað að meiri ójafnrétti en þau gera eins mikil þversögn og það virðist vera. Aðeins ein regla ætti að ráða í mannaráðningum, að ráða hæfustu manneskjuna, burstséð frá kyni manneskjunnar. Ef manneskja er ráðin á þeim grunvelli til þess að uppfylla einhverja fyrirfram ákveðið kynjahlutfall væri ekki hægt að draga fólk í meiri dilka.

Hef ég ekki ósjaldan lent í hörkurifrildi við fólk sem flaggar slíkum sjónarmiðum, og þá oftast karlmönnun, eins furðulegt og það er, sem eru að rembast við að vera svo “poltical correct”; undrandi yfir því að ég sjái ekki hversu miklu óæðri menn eru konum. “ ” svara ég þá oftar en ekki reiður, ég kvika hvergi í þeirri skoðun minni að menn og konur eru jöfn að gæðum. ,,En hvað þá með staðreyndir eins og hversu betur konum gengur í skólum o.s.frv.” hefur mjög oft verið spurt undanfarið ,,Hvernig stendur á því að konur eru í miklum meirihluta í háskólum landsins.”

Verð ég að viðurkenna að það veit ég ekki gjörla en vill þó ekki kenna almennu greindarleysi karla þegar á hólminn er komið um.
En ég hef þó mína skoðun og getur vel verið að hún sé fordómafull en ég nenni einfaldlega ekki alltaf að rembast við að vera “poltical correct” eins og virðist vera það eina sem gildir í dag. Og ég vill kenna um hvernig nám í neðstu stigum skólakerfisins, grunnskólunum, er uppbyggt þannig að það er næstum fjandsamlegt litlum strákpjökkum eins og ég og fleiri eru og voru. Ástæðan? Allar miðaldra kellingarnar sem eru orðnar næstum einráðar um kennarastöðuna og þar með námslegt uppeldi nútildags. Það er ískyggilegt hversu hátt hlutfall grunnskóla kennara eru konur á aldrinum 40-50 ára, fyrrverandi húsmæður sem hafa lítið að gera. Ekki það að slíkar konur geti ekki verið góðir kennarar, þvert á móti; í grunnskóla kynntist ég einum sjö kennurum sem falla í þennan hóp (konur á aldrinum 40-50 ára) og hafði mjög góða reynslu á tveimur þeirra. Hinar voru ekki beinlínis lélegir kennarar en úrvalið vantar. Þær höfðu eðlilega betri reynslu á stelpum en strákum og þegar svoleiðis er orðið ráðandi meðal kennaraliðsins þá fara strákarnir smá saman að verða útundan.

Í guðanna bænum gerum skólakerfið ekki fjandsamlegt strákum og atvinnulífið fjandsamlegt stelpum. Við höfum öll margt til brunns að bera. Kostirnir og gallarnir vega hvern annan upp og inn að kjarnanum erum við öll eins ;)

nologo
…hefur ekkert að fela