Ég hef verið að fylgjast með Kastljósinu síðustu daga. Umræðunni um dóminn á Árna Matt og brottkast á fiski. Auðvitað henda menn fiski í sjóinn.
Öllum fiski sem ekki fæst gott verð fyrir. annað er rakin heimska. Þetta er innbyggt í kvótakerfið, nánast skrifað inn í það . Þetta heitir að koma með verðnmætari afla að landi og fræðingarnir hæla sér af því að hafa náð þeim árangri með kerfinu að nú komi verðmætari afli að landi en áður.
Það sér það hver sem vill að sá útgerðaraðili sem leigir kvóta og kemur svo með fisk að landi sem hann fær nánast ekkert umfram leiguverðið er bara skussi sem ´ætti ekki að vera að þessu.
Og svo þykjast menn vera hneikslaðir yfir þessu hræðilega brottkasti. Jesua sig í bak go fyrir.
Þeir sem segjast ekki henda neinu eru annað hvort lygarar eða heimskingjar. Og þetta veit auðvitað Árni Matt alveg eins og ég.
En hann má bara ekki viðurkenna það.
Nú fara tveir bátar á sjó með línu og eru á sömu miðum með samskonar beitu. Annar landar bæði þorski og ýsu, jafnvel einhverju til viðbótar meira segja kannski líka smáfiski í hæfilegu magni. Hinn kemur bara með stóra ýsu. Og svo ætla menn að segja okkur að þorskurinn og smærri ýsan hafi vitað að þessi væri með leigukvóta eða jafnvel búinn með þorskkvótann og hafi þessvegna sniðgengið krókana.