Ég var að horfa á sjónvarpið fyrir stuttu og þá kom ein af mörgum strætóauglýsingum fyrir á skjánum. Auglýsingin var þannig að kona var að fara í bílinn sinn í grenjandi rigningu en komst ekki að þar sem stór jeppi var lagður við hliðin á bílnum hennar, bílstjórsmeginn. Hún horfir svo full mæðu upp í himininn og rigninguna.
Þessi auglýsing á að hvetja fólk að taka strætó frekar en að vera á bíl.
Ég hef mína reynslu af strætó. Ég hef þurft t.d. að bíða í grenjandi rigningu eftir strætó þar sem hann kom of seint.
Mig langar bara að spyrja hvort að ykkur finnist betra að taka strætó og hefur þá strætó þann kost eins og auglýsingarnar sína (fyrir þá sem hafa séð flestar auglýsingarnar) eða er betra að vera á bíl???
Mér finnst persónulega betra að vera á mínum eigin bíl og komast ferðar minna án þess að þurfa leggja af stað klst. fyrr áður en ég þarf að vera mætt á áfangastað. En eins og ég spurði áðan hvað finnst ykkur, strætó eða bíll???

Kv. cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)