Hvernig á að góma þjóf ? Kæru Hugar

Það hefur komið fyrir nokkru sinnum að peningum hefur verið stolið úr skáp starfsfélaga míns í búningsklefanum. Þetta eru ekki miklar upphæðir, þúsundkall, tvöþúsund, þrjúþúsund, en núna nýlega var hann að hringja í mig og sagði mér peningur hefði horfið úr veskinu hans og samt var skápurinn læstur. Það vildi þannig til að hann var í þann veginn að fara að borga fyrir vörur í einhverri verslun þegar hann uppgötvaði að það var tómt.

Við erum á þannig vinnustað að maður ætti að geta skilið eftir ólæst, ég hef minn skáp alltaf ólæstann en ég er heldur aldrei með pening á mér.

Við höfum verið að velta því fyrir okkur Hvernig maður fer að því að Góma Þjóf. Auðvitað fer maður til yfirmanna sinna með þetta en flestar líkur benda til þess að þjófurinn fái veður af því að fylgst sé með þessu og haldi því kyrru fyrir.

Þess vegna er þörf á einhverjum leynilegum aðgerðum, jafnvel einhverskonar gildru, okkur hefur í hálfgerðu gríni dottið í hug að útbúa litasprengju eða jafnvel koma fyrir fölsuðum seðlum í veskinu sem koma svo þjófinum í koll. Svo er auðvitað hægt að setja upp falda myndavél, en við höfum ekki alveg tækjabúnaðinn til þess.

Hvað finnst ykkur ágætu Hugarar að við ættum að gera?
Það væri gaman að fá nokkur góð álit og kanski eitthvað um reynslu ykkar sem hafið lent í því að kljást við þjófa.

Með Kveðju POE