Heil og sæl öllsömul!

Þá er ég aftur orðin stjórnandi á raftónlist hér á Huga. Ég ætla mér að halda mig við svipað form og síðast þegar ég var stjórnandi hér. Ég ætla sérstaklega að beita mér fyrir því að minnka þessar auglýsingar sem sendar eru inn sem greinar án þess að innihalda eitthvað bitastætt. Tek þó fram að mér finnst að sjálfsögðu í góðu lagi að senda inn djammtengdar greinar svo fremi sem eitthvað um listamennina sjálfa fylgir með. Svo er líka aldrei að vita nema að maður taki sig saman og reyni að skrifa greinar.

Ég vona að þið takið mér vel og að við eigum eftir að skemmta okkur hér saman.
Góðar stundir.