Klúbbakvöld á NASA föstudaginn 2 september. FlexMusic í samstarfi við Corona kynna :

Klúbbakvöld á NASA föstudaginn 2 september.

KING UNIQUE
ásamt Toybox (Grétar G & Mr.Goodman)


tveir hausar - fjórar hendur - einn heili !

King Unique eru Matthew Thomas og Matthew Roberts frá Manchester .
Á undanförnum 5 árum hafa King Unique sannað að þeir hafa allt til
brunns að bera til að verða næstu superstjörnur innan danstónlistinnar og
hafa þeir verið að gera allt vitlaust á öllum stærstu klúbbum heims .
Gagnrýnendur hafa keppst við að leggja lof á tónlist þeirra og líkt þeim
við hljómsveitir á borð við Underworld og Chemical Brothers .Tónlist þeirra
hefur líka ratað í plötukassa marga af stærstu plötusnúðum heims , Sasha ,
John Digweed og margir fleiri spila reglulega lög þeirra .Þeir hafa líka getið sér
góðs orðs sem heitustu endurhljóðblandarnir (remixarar) og hafa þeir
endurhljóðblandað lög fyrir stórstjörnur eins og Jamiroquai , Underworld ,
The Killers og Mylo . King Unique munu spila svokallað “Decks & EFX” sett
en þar blanda þeir saman hefðbundum plötuspilurum og tölvu ásamt hljómborði
og effectum . Toybox félagarnir Grétar G og Mr.Goodman munu svo sjá um að koma öllum
í rétta gírinn áður en King Unique stíga á svið .
Þessi viðburður er eitthvað sem allir unnendur danstónlistar ættu
ekki að láta framhjá sér fara .

miðaverð eingöngu 1000 kr. í forsölu , 1500 kr. við dyr .
Húsið opnar 23:00

www.flex.is
www.kingunique.com