Á Föstudagskvöld munu þrír vinsælir Skotar sjá um að halda uppi sérskosku “teknó-progressive-breakbeat-trans-mixi” á Thomsen. Þessir Skotar -sem heita Trevor Riley, Micheal Kilkie og Stuart Duncan- eru vinsælir af því að þeir eru aðalstjörnur skosku útvarpsstöðvarinnar Beat106, sem er víst voða-kúl fyrirbæri. Á Tbar verða þeir Þórður, Svenni og Árni E til staðar til að halda fólki innan ramma veruleikans.
-
(reykjavik.com) - allt um það sem er að gerast um helgina.