Jæja, ég keypti mér fyrir nokkru þráðlaust heyrnatól í BT sem heitir ROSS og er því miður algjör krapi.  Áður en ég brenni mig aftur á svona lélegum kaupum vildi ég spyrja þá sem vit hafa hvaða tæki myndi best henta mér.  Ég er alveg til í að setja smá pening í þetta þar sem ég sætti mig varla við neitt suð og hef ákaflega gaman að hlusta á tónlist á fullu blasti í langan tíma í senn.  Ef einhver á góð tól og vill mæla með þeim þá máttu endilega segja mér hvað þau heita.
-Kjartan