voðalega er þetta áhugamál eitthvað lifandi þessa dagana. frábær keppni nýafstaðin og fullt af nýju fólki að kíkja inn og allt svoleiðis vaðandi í spjalli og gleði. já, sniðugir hugarar sem lesa þetta eru eflaust búnir að fatta fyrir löngu að þetta er bara kaldhæðnistal.

en það þýðir ekkert að væla bara og gera ekkert í hlutunum,svo að til að brjóta ísinn langaði mig að forvitnast um hvaðan hugaðir hugarar fá sín frábæru skjánöfn eða “nikk”, já og jafnvel ef menn ganga undir öðru nafni í tónlistinni þá kanski bara útskýra það líka stuttlega. ekki vera fýlupokar, bara út með það!

mitt ágæta nikk mancubus er búið að fylgja mér í nokkur ár og er tekið úr tölvuleiknum DooM II. cubus þýðir í latínu martröð, svo að orðið gæti þýtt: maður í martröð, eða maður martraða ;) (úff það er ljótt mar)

ég og félagi minn erum með ofurgrúppuna head, en það nafn var valið afþví einfaldlega að það lítur vel út þegar það er skrifað og er stutt og auðvelt að muna. svo skemmir ekki að það er hægt að sjá þetta orð í hinu ýmsa samhengi, og það eru líka margir góðir tónlistarmenn sem eru með head í nafni sínu en það var enginn sem hét bara head. og hana nú :) þetta var nú öll pælinginn. það hafa örugglega allir haldið að þetta tengdist skíðabúnaði eða jurtaneyslu, en nei svo er nú alls ekki :)

jæja ekki láta mig líta út eins og hálfvita, fleirri að greina frá sínum nöfnum.<br><br>t=====r=====o=====n=====<a href="http://www.classic-trash.com“>d</a>
=h===a=e===c=l===i=m===<a href=”http://electronicscene.com/head“>a</a>=
==e=e===t=o===o=s===y=<a href=”http://breakbeat.is“>e</a>==
===r=====w=====r=====<a href=”http://skynvilla.is/head">h</a>===
“Humility is not thinking less of yourself,