Já ég er að velta fyrir mér. Erum við þröngsýnt fólk, eða undir fátækramörkum eða með fordóma/stimplun? Mig grunar að það sér stimplun, þ.e. þar sem þetta er svona þá hlýtur…
Hvað í andsk er ég að tala um?
Bökkum aðeins. Ég er að tala um heimatilbúna diska. Erum við, hin fáguðu tónlistarunnendur/gúrú/nörd með fordóma gegn þeim. Hvað fær mig til að spá? M.a. er eftirfarandi: Nú ég rakst á einn slíkann þar sem coverið var blað, engin mynd, semsagt voðA ómerkilegt eitthvað. Hugsanlega inniheldur diskurinn eitthvað magnað. Ég náttúrulega athugaði ekki diskinn út af koverinu… þar sem þetta var extrím heimatilbúinn fílingur á þessu þá hlaut músíkin sjálf að vera slæm. En hvernig er það, verslið þið heimatilbúna diska eða forðist þið þá??
Í hnotskurn þá er þetta pæling um hvernig fólk tekur heimatilbúnum diskum í verzlunum.