Jæja nú er tími til að sætta sig við 16 liða úrslitin í keppninni og halda á fram að tala um aðra hluti.

Ég gerði þau miklu mistök að ramba inn á korg.com - Þar sá ég mér til ómældrar ánægju keyboard sem er hljómaði vel og bauð upp á góða hluti. Triton LE

Ég hlutstaði á sound demoin sem þeir buðu upp á og ég byrjaði strax að slefa yfir soundinu í þessu.

Svo fór ég niður í Tónabúð og fékk að prufað það og gekk út froðufellandi. Nú velti ég því fyrir mér hvort ég eigi að strauja VISA kortið eður ei. Kostar 150 kall.

Nú langar mig að vita, er einhver hér sem á svona grip eða hefur prófað hann nóg til að geta sagt til um kosti og galla? Mælið þið með einhverju öðru?

Heimasíðan:
http://www.korg.com/gear/info.asp?A_PROD_NO=TRITONLE