Í sambandi við könnunina hérna á Raftónlist þá ætlaði ég að benda fólki á forrit sem hefur gagnast mér talsvert vel og mikið betur en audiogalaxy t.d. (þó að audiogalaxy hafi gagnast mér vel). Þetta er með svipað viðmót og napster nema hvað að mér finnst þetta talsvert handhægara. Maður finnur oftast það sem maður leitar að og mjög margir þarna eru með góðar tengingar. Svo maður beri Soulseek saman við t.d. WinMX þá eru Soulseek-notendur jafnan miklu glaðari á því að share-a með sér lögum og þar er betra úrval líka. Úrvalið þarna er miklu meira en í Kaaza og ef maður er að leita að einhverju sjaldgæfu efni (sem er oft) þá finn ég það nánast undantekningarlaust í Soulseek en ég finn nánast ekkert í Kaaza.

www.soulseek.org

Atli