Jæja,

Ég er búinn að panta undraverkfærið DB4 frá Allen & Heath og býð því til sölu eðalmixerinn D3 frá sama framleiðanda.

Ekki þarf að fjölyrða um gæði og áræðanleika en þetta er mixerinn sem olli straumhvörfum.

Best að kynna sér hann hér:

http://www.xone.co.uk/3D/

Mixerinn er sambyggður hefðbundinn hljóðmixer, 10 rása hljóðkort og forritanlegt midi stjórnborð. Ef hann er nógu góður fyrir Deadmau5 er hann fínn fyrir þig.

Búið er að besta hann fyrir notkun með Ableton Live en auðvitað er hægt að sérsníða hann og setja upp fyrir hvaða umhverfi sem er. Ég mun glaður kenna á hann, eða í það minnsta sýna með hvaða hætti er hægt að fá sem allra mest út úr þessari fjárfestingu.

Verið ófeimin við að spyrjast fyrir um.

Er einnig að selja leyfi (hardware lykil) fyrir Visual Disco Mix ásamt algjörlega basic fjögurra rása (dual stereo) USB hljóðkorti sem ekki þarf neina rekla (drivera).

Óska eftir tilboðum.

Bætt við 2. nóvember 2010 - 14:45
Ég er alveg opinn fyrir skiptum á tölvubúnaði, hljóðfærum, hljómtækjum, verkfærum eða einhverju öðru dóti sem mig vantar örugglega ekki!