Í dag nota í það minnsta 14 íslenskir pro DJ-ar þennan pakka sem ég er að selja.

Þungamiðjan er hugbúnaður frá Visual Disco Mix sem ég hef notað frá 2001 og er stöðugt uppfærður. Frábært stuðningur er frá teyminu sem framleiðir hugbúnaðinn. Þetta keyrir á XP og er aflæst með hardware lás sem fer í USB tengi á vélinni.

Þetta er rock solid, einfalt og öflugt umhverfi sem hentar í hvaða tónlist sem er. Forritinu er stýrt með auka lyklaborði sem er forritanlegt. Eins er hægt að stýra þessu með nokkrum controllerum. Mér skilst að Midi stuðningur sé alveg á næsta leiti. Persónulega finnst mér þetta skynsamlegasta lausnin þegar verið er að spila mjög impulsive, það er ekki er búinn að raða saman setti fyrirfram. Leitin, navigation, shortcuts og ýmis sjálfvirkni koma að mjög góðum notum.

http://www.visualdiscomix.com/djpro.htm
http://www.visualdiscomix.com/keyboard.htm

Að auki er ég að selja vandaðan Rane mixer sem er nokkuð sérstakur því hann tekur aðeins eitt U rackbil og er í raun bara einn crossfader, eq og gain fyrir tvær rásir en svo er hægt að velja á hvora rás 2 RCA innganga eða annað tveggja innbyggðra hljóðkorta sem ég nota með Visual Discomix. Hann er eins með mic inngang, stjórn fyrir forhlustun og annað ekki. Stóri kosturinn er náttúrulega stærðin.

http://www.rane.com/mp2s.html

Nýr kostar hugbúnaðurinn og stjórnborðið 160þ hingað komið og mixerinn nýr 140þ. Ég er til í að selja þetta á hálfvirði eða 150þ saman. Auðvitað má skoða eitthvað ef áhugi er á þessu í sitthvoru lagi.

Þetta er til sölu þar sem ég ákvað að ögra sjálfum mér með því að færa mig yfir í Ableton Live og Allen & Heath 3D. Guð veri með mér.

Það er svo auðvitað persónubundið hvað fólki finnst besta umhverfið fyrir stafræna DJ-mennsku en ég veit að þeir fjölmörgu sem eru að nota þennan búnað eru helsáttir og hafa sumir hverjir fengið framleiðendur til að setja inn virkni sérstaklega fyrir þá.

Allar upplýsingar eru góðfúslega veittar í skilaboðum og svo má auðvitað alltaf hringja. 6910000.

Daddi Disco.

Bætt við 18. ágúst 2010 - 00:14
Rane MP2 er farinn.