Ég hef í eigu minni tvo Denon S5000 geislaspilara sem hafa meira en minna safnað ryki síðan drifið í öðrum þeirra gafst upp, það virkar ennþá, en aðeins tvo eða þrjá klukkutíma í senn, þá fer það að “hökta” og neita diskum.

Það er samt sem áður hægt að kaupa nýtt drif í græjuna, en þar sem efnahagskreppan skall á akkurat í þann mund sem ég ætlaði að panta það þá varð ekkert úr því.
Fyrir utan drifið þá eru þeir í topp standi, notaði þá í sirka ár áður en drifið dó en ég keypti þá notaða, fyrverandi eigandi keypti þá nýja frá USA.

Þar sem ég hef lítið sem engin not fyrir þá lengur langar mig endilega að losna við þá því mig vantar pening til að kaupa fleyri græjur, en eins og margir í þessu áhugarmáli er ég græjuóður.

Drifið heitir Denon FS5000, en "hér“ er til dæmis hægt að panta eitt. Þó virkar BU9000 drifið líka með þessum spilara, en það er ódýrara og er skúffudrif, ”hlekkur hér“.

Hér" er svo hægt að sjá mynd einum slíkum spilara, en til gamans má geta að þetta var fyrsti geisladiskaspilarinn sem hafði stýriplötu sem snýst. Einnig eru tveir lesarar í geisladrifinu og annað lítið stjórnborð svo þú getur mixað lög af sama disknum á einum spilara, drullu töff.

Ég tek við tilboðum í pm eða comment, hvort sem þér finnst betra, en reyndu nú að nefna raunsæja tölu. Kaupandi getur einnig valið um að kaupa flightcase með á slikk.

Að lokum læt ég þetta ágætu auglýsingu fljóta með.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=X3w20NwHABc
Kveðja, Hregg.
.