Þetta er kannski hopeless en ég var að rúnta um daginn (milli jóla og nýárs) með pizzur, því ég er pizzasendill… í augnablikinu… og var með stillt á Flass… svo allt í einu kemur þetta snilldar “classic trance/anthem trance” lag á fóninn og ég kunni textann og algjör snilld… en um leið og lagið kláraðist var ég algjörlega búinn að gleyma hvernig það hljómaði og Plötusnúðurinn sagði mér ekki hvað það hét (bastarður)!! nú spyr ég ykkur… hvað heitir lagið… ég get ekki gefið ykkur fleiri upplýsingar, því miður! En ef ykkur langar að svara og vitið ekki hvað það heitir, kommentiði bara á hversu mikið svekk það er!!!