Breakbeat.is stígur inn í haustið með öflugu fastakvöldi á Jacobsen en Oculus er gestur breakbeat klúbbsins að þessu sinni.

Íslenskir danstónlistarunendur ættu að kannast við Oculus en þessi kappi hefur heldur betur slegið í gegn á tónleikum og klúbbakvöldum í höfuðborginni undanfarið. Oculus sem heitir réttu nafni Friðfinnur Sigurðsson hefur getið sér gott orðspor fyrir kraftmikið og dansvænt electro og techno en hyggst á Breakbeat.is kvöldinu sýna á sér nýjar hliðar og flytja drum & bass og dubstep tónsmíðar sínar. Verða þetta fyrstu tónleikar Oculus á Íslandi eftir tónlistarferðalag hans um Evrópu þar sem hann lék listir sínar og hitaði upp fyrir gusgus.

Breakbeat.is fastasnúðarnir Kalli og Ewok munu sjá um að hita upp fyrir Oculus með drum & bass og dubstep tónum að hætti húsins.


Breakbeat.is Back 2 School í samstarfi við við Becks og Jacobsen

Oculus (Live | Reyk Week)
Kalli (DJ | Breakbeat.is)
Ewok (DJ | Breakbeat.is)


drum & bass | dubstep | experimental beats
03.09.09 | 21-01
Frítt inn
www.breakbeat.is