HugarÁstand .:. Upptökur.

Jæja þá er einu magnaðasta afmæli í sögu danstónlistar á íslandi lokið. Saman stóð það af Útvarpsþáttum, viðtölum, geisladiskum og tveim dansiböllum í Reykjavík og Akureyri.

Upphitunin var á Akureyri og er hægt að finna report og download link um það kvöld hérna:

http://www.hugi.is/danstonlist/threads.php?page=view&contentId=6654063

Fimmtudaginn 28 maí var þeim HugarÁstands bræðrum boðið að spila í hinum fræga danstónlistarþætti Techno.is hjá Adda Exos á Flass útvarpsstöðinni. Hélt ég að þeir ætluðu rétt að taka nokkur lög en svo spiluðu þeir frá 2200 til 0200 og veit ég til þess að það var allt tekið upp. Hef ekki komist yfir upptökuna ennþá en skal pósta henni hérna að neðan þegar það gerist.

Föstudagurinn 29 maí var sérstakur afmælis útvarpsþáttur á xinu með þeim bræðrum. Var hann frá 2200 til 0000 og var hann einnig tekinn upp. Upptakan var eitthvað klúður og ekki nógu góðum gæðum. Þarf ég að renna í gegnum hana aftur fljótlega og sjá hvort hún sé birtingarhæf.

Laugardagurinn 30 maí rann upp og streymdu kynþokkafullir straumar útum alla borg og bæi. Byrjuðu drengirnir í viðtali og stuttu setti hjá þeim PartyZone törfum á rás2.

http://www.oli.is/?action=getpz&skra=partyzone-2009may30.mp3

Afmælið sjálft byrjaði á slaginu 2200.
BenSol byrjaði kvöldið og hitaði staðinn upp þangað til Arnar og Frímann tóku við á miðnætti. Tóku þeir 4 tíma epic sett sem seint verður gleymt.
Upptökuna er að finna hér:

http://www.simnet.is/cube/Hugarastand_bday_at_jacobsen_310509.mp3

Einnig var gefin sérstakur afmælisdiskur við hurðina, en því miður fengu ekki allir eintak þar sem húsið var orðið pakkfullt fyrir miðnætti og 400 diskar fljótir að gufa upp.
Hérna er sem sagt sú upptaka, sem var tekin upp í BenSol höllinni á vinill plötur sem þóttu hafa verið slagarar á þeim tíma þegar HÁ-Bræður voru upp á sitt besta. Vesgú:

http://www.simnet.is/cube/HugarAstand_bdayCD_128_270509.mp3

Með bestu Danskveðju,
B.