Þessi þráður er hugsaður sem umræðuþráður og hvet ég sem flesta til að taka þátt.
Ég hef verið að hugsa lengi um að fá mér stúdíó mónitora en aldrei þorað því í hræðslu um að kaupa mónitora sem að líta vel út á blaði en hljóma svo skelfilega, svo á ég erfitt með að treysta umsögnum á netinu enda veit maður aldrei hvaða hvatning stendur á bakvið þær umsagnir, gætu verið aðdáendur sem eru hliðhollir vörumerkinu sama hvað eða aðrir aðilar sem að hugsanlega græða orðspor eða annað eftirsóknarvert með góðri umsögn.
Þess vegna langar mig að fá ykkur til að deila reynslusögum og öðrum pælingum um gæði, verð og allt mögulegt sem ykkur dettur í hug um mónitora sem þið hafið einhverja reynslu af.
Kveðja, Hregg.
.