Takk kærlega fyrir okkur !

Þetta var frábærlega vel heppnað kvöld í Hafnarfirðinum. Allir mjög ánægðir, eigendur, starfsfólk, Þið+Við og allir hinir gestirnir.
Því þetta gekk svo vel, þá má búast við mörgum slíkum kvöldum héðan af. Orðrómurinn segir að ÓliOfur+Eyfi verði fljótlega og eftir það HugarÁstand teimið Frímann+Arnar, þeir frægu Tomsen bræður :D

Auðvitað tókum við upp allt kvöldið og býðst ykkur hér með að sækja þetta hér að neðan. Þetta er fjögurra tíma sett, óbreytt, tekið upp frá miðnætti. Settið skiptist í eðal djúpa sálartóna fyrstu 2 tímanna og hefur sig svo á flug með guðlegu geimsteina brokki.

http://www.simnet.is/cube/Hafnarfjordur_070309.mp3
(rightclick-saveas)

Ef einhver náði góðum myndum/videoum af kvöldinu má hann/hún endilega hafa samband.

þangað til næst.

BenSol
CasaNova
DiddiLuv

&

DillonDansBar.