Svo, eftir 7 ár að vinna í tónlist vil ég fara að huga að því að gefa út eitt eða tvö lög. vandamálið er það að ég veit ekkert hvernig ég á að bera mig að við það. Ég er mest í Progressive/Electro house núna og langar að finna mér label eða allavega leið til þess að dreifa tónlistinni minni til hlustenda og plötusnúða og helst að reyna að halda örlitlum copyright í leiðinni, annars gæfi ég þetta bara frítt á netinu :) Ég er að hugsa um bæði innanlands- og utanlandsmarkað (ég tel mig hafa vöru sem stendur undir væntingum ;)

Eitthvað hef ég heyrt minnst á Arctic wave records, eru þeir ennþá starfandi? (vefsíðan í klessu) einhverjir aðrir hérna á íslandi sem maður gæti leitað til? .

spurning hvort hér sé einhver góðhjartaður einstaklingur sem gæti gefið mér “útgáfa 101” crash course, ég yrði mjög þakklátur!
Low Profile