Þetta var fín PZ helgi.

Byrjaði á KB snemma með engum öðrum en Meistara Magga Lego. Hann klikkar sjaldan drengurinn, enda gerður úr skíra gulli. Næst tóku við Airoplain og FNKHSDSM. Byrjuðu alls ekki vel og hljóðkerfið var eitthvað í rugli. Hundleiðinlegt lið þarna inni líka (nema óliofur, hann var sætur). Ákvað að taka the grand tour Qbar, Zimsen, jacobsen, apotek, b5 og fl. SÖkkuðu eiginlega allir. Endaði aftur á kaffibarnum. Þeir náðu sér aldrei á flug drengirnir, þó þetta var fín og funky tónlist hjá þeim, þá náðu þeir ekki upp stemmara einhvernveginn. Er ekki alveg búinn að pinpointa hvað það var nákvæmlega en eflaust voru það mörg smáatriði sem náðu ekki að mynda heild. En þú veist,, það var áfengi í glösum, lauslátar stelpur hvarvetna og bara yfirmeðallagi ánægja.

Laugardagurinn rann upp, hlustaði á listann einn uppí sófa og var bara þokkalega sáttur við hann. 2008 var greinilega flott tónlistarár hjá okkur. Hálftíma seinna var húsið mitt orðið fullt af frægu og fallegu fólki plús helling af siliconi. Skellti mér í sturtu, sem btw er með seethrough glerhurð inn í íbúð, við mikin fögnuð viðstaddra.
Dúndruðum okkur svo öll á jacobsen. Þó maður fór frekar snemma niðureftir þá var staðurinn orðinn fullur. Mjög fínt fólk, helling af liði sem maður þekkti og bara dúndrandi fín tónlist. Ég fyrirgaf Airoplain og FKNHSDSM gjörsamleg. Þetta var allt annað en á föstudaginn. Mjög mikið stuð og fólk dansandi um allt. Svo endaði jónfri þetta með eðaltónum. Hvort að klukkan var orðin ca 5, man ég ekki alveg en þá stakk maður af útí óvissu næturinnar (morgunsins). Tók aldrei eftir þessu eftirparty sem var auglýst eða hvort það hafi bara alveg farið framhjá mér. Maður grét það ekkert lengi enda rosa skemmtileg helgi að baki og Ég bara overall mjög sáttur.

Takk fyrir mig !

Kveðja
B.

Bætt við 2. febrúar 2009 - 14:34
FKNHNDNSM og Aeroplane (BE) sorry villurnar.

Gleymdi líka að Andrés Nielsen var mjög góður á laugardagskvöldinu. Enda sannur húsari.