Kem fram á efri hæð 22 annað kvöld, s.s. um áramótin. Ætla að vera kynþokkafullur, djúpur og leyfa huganum að reika.

Von er á eðal músík. Tekkí, teknóískt, djúpt með dass af prógress en umfram allt alveg seiðandi fallegir tónar.
En auðvitað fer það eftir krádinu.

Ekki er ég eigingjarn og mun ekki spila eingöngu fyrir mín eyru, heldur þá sem dansa við líka! Verð með mest alla mína tónlist í farteskinu. Svo þeir sem mæta, fá líka óskalög.


Bætt við 31. desember 2008 - 02:05
Ef að þið mætið ekki…

þá spila ég popptónlist og verð alveg brjálaður.