Ég hef verið að spá undanfarna daga, hvort þessi kreppa svo kölluð sem nú gengur yfir heimin, muni hafa áhrif á tónlistarheiminn. Þá sér í lagi dans/raf geirann af honum.

nú þegar einn mesti talsmaður techno-sins á klakanum í denn er farinn að hyllast tech eða trance og talandi um að af sé það sem áður var, techno sé orðið að útþyntu drasli, minimal hefur sett svip sinn á senuna svo umm munar, electro húsið orðið að comersjal krappi. Mun technoið þá ná sér í hinn harða skráp og fornu dásemd, mun einhverskonar rave menning hasla sér völl, mun dnb komast í comersjalið, mun djúphúsið úr hafi rísa…, mun …, mun … og svo framvegis?

Eða mun tónlistin bara halda áfram að þróast eins og henni sýnist. Mun þetta ástand sem er að skapast núna ekki hafa áhrif á þetta?

ég veit ekkert svosem um það. Kannski og eflaust er ég bara eitthvað að bulla. Hafið þið einhverjar pælingar/skoðanir á þessu kæru hugarar?