Trevor Rockcliffe spilar á Íslandi í fyrsta sinn og það í janúar mánuði næstkomandi. Hann hefur verið einn færasti Techouse/Techno plötusnúður Bretlands í gegnum árin og er einmitt sá plötusnúður sem hefur spilað hvað mest með Carl Cox í gengum tíðina. Hann hefur unnið mikið með Mr.G (Advent) síðast liðin 10 ár en saman hafa þeir skilið eftir sig slagara á borð við “Definition Of Love” .
Trevor Rockcliffe hefur skilið eftir sig margar “ep” plötur síðastliðin ár og má þar nefna “A sound called house” og “Lets get to gether”. Hann hefur einnig unnið með mörgum tónlistarmönnum á borð við Blake Baxter, Christian Smith og Daz Sound.
Ekki missa af Trevor Rockcliffe á Tunglinu á fyrsta kvöldi Techno.is á nýju ári, 2009.