Vegamót:

Einn sá frægasti. Hérna hefur eldhúsið staðið sig í áraraðir. Þó svo að matseðillinn og gæðin hafa eitthvað smá minkað nýlega þá er þetta alveg top5 besti bar-bistró staðurinn í bænum.

Hérna er fínt hljóðkerfi og tónlistin margbreytileg. Allt frá rokki-poppi til rapps og danstónlistar. Fer bara eftir því hver spilar. Stemmingin sem myndast hérna er mjög góð og getur maður alveg dottið í gírinn þó svo það sé ekki akkurat rétta danstónlistin í gangi.
Fólkið er alveg fínt líka, snyrtilegar og ríkar megabeibs. Eða það var allaveganna trademarkið þeirra fyrir nokkrum árum ;)

Staffið ljúft og gott, bæði barfólkið og dyraverðirnir. Sagan segir líka að það sé mjög góð liðsheild og svona teamspirit þarna á staffinu. Sem er jú mjög gott.

Staðurinn fær (k)lof frá mér !

kv,
B