Síðan ég fór almennilega að spá í housei og technoi hef ég kynnst elitisma og snobbi sem er langtum verri en verstu drum & bass pjúristar og þó er heldur betur mikið um besservissara og snobbhænur í drum & bass heiminum þar sem rætur mínar liggja einna helst. Í houseinu og technoinu er þó önnur tegund af pjúrisma sem skapar sér illskilgreinanlega mælikvarða á tónlist og beitir þeim óspart á tónlist samtímans.

Þessir besservissarar setja sig á háan hest og dæma svo tónlist ómerka og ógilda af því að hún er ekki nógu “funky”, “soulful”, hefur ekki nóg “warmth” eða er ekki nógu “Detroit”. Öllum þessum lýsingarorðum og fleirri til er svo beitt á óskiljanlegan hátt og virðist háð duttlungum þessara miklu smekksmanna. Oftar en ekki skiptir svo máli hvað liggur tónlistinni að baki, það er eins og þessir menn viti hvað tónlistamennirnir voru að hugsa í stúdíóinu þegar þeir sömdu lögin, og oft er kynþáttur, stétt og heimaland óspart dregið inn í allt saman. Hvítur, miðstéttarstrákur frá Þýskalandi getur engan vegin skilið techno jafn vel og svartur ghetto gæji frá Illinois.

En anywho… Í þessu mixi reyndi ég að týna saman dót sem hefur Detroit fíling, jafnvel þótt ég viti ekki alveg hvað Detroit fílingur er nákvæmlega. Bæði á það við um houseið og technoið í fyrri hlutanum, sem er nýtt og gamalt í bland en líka um seinni hlutan og það drum & bass sem við finnum fyrir þar.


tracklisti:
1. Amp Fiddler - Stay Or Move On (Brain & Ketch Mix) (Detroit Wax)
2. Move D – Eastman (City Centre Offices)
3. 69 – Psychobeat (K7)
4. Shed – Warped Mind (Ostgut Ton)
5. John Tejada – Chorgs (Pallette)
6. Redshape – Steam (Delsin)
7. Redshape – Munch (Delsin)
8. Commix – Spectacle (Metalheadz)
9. Deep blue – Metropolitain Dub (Scale)
10. Black Rain – Tonight (Scale)
11. Martyn – Share My Wings (Revolve:R)
12. Marcus Intalex – Wide Eyes (Soul:R)
13. Commix – Belleview (Metalheadz)
14. Deep Blue – Soho Code (Version X) (Offshore)
15. Instra:Mental – Pacific Heights (Darkestral)
16. dBridge & Instra:Mental – Blush Response (Exit)

mixið má svo finna hér:
http://kalli.breakbeat.is/music/music.html