Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver ykkar hafi komið til IBIZA ?

Ef svo , Stóð ferðin undir væntingum? er mjög kostnaðarsamt að vera þar? og eru þetta mest allt bretar þarna?


Ástæðan fyrir því ég velti því fyrir mér er sú að sl ágúst fór ég til MYCONOS sem er lítil eyja í gríska eyjahafinu þekkt sem svona jetset party place og mig langaði að athuga hvor þetta væri svipað , ég stoppaði þar í 2 daga og sá ricardo villalobos á cavo paradiso á föstudeginum , svo á laugardeginum var einhver house gaur að spila þarna sem ég man ekki hvað heitir , allavega treysti ég mér ekki til að sjá hann því ég var orðinn veikur eftir laugardaginn , svo á sunnudeginum spilaði sander kleinenberg en við vorum farin í loftið áður en hann spilaði, allavega verðlagið þarna á myconos er brjálað! 35 evrur inn á stað , redbull 12 evrur (bara red bull ekki vodka!) hótel nótt 250 evrur (ég hefði gefið þessu hóteli 2 stjörnur) 3 pizzu sneiðar og kók 15 evrur …osfr…. við vorum 3 og gistum í einu herbeki í 2 nætur og þetta kostaði um 400kall :/ en villalobos var flottur :D

Bætt við 23. september 2008 - 14:17
já fyrir utan grikkina sem búa þarna þá voru þetta alltsaman ítalir þarna , og til að þeir hafi efni á því að jamma þarna þá gista 90% þeirra í tjöldum