Frábær staður með áherslu á rétta tegund tónlistar. Fannst hann aðeins myrkur í upphafi en hefur rétt úr kútnum með betri lýsingu og er einn flottasti staður borgarinnar að mínu mati. Þó þeir sem sæki staðinn séu sumir hverjir vafasamir þá myndast alltaf skemmtileg stemning þegar nóg er að fólki í húsinu. Rétt stærð á stað að mínu leiti, ekki of stór og ekki of lítill. Þegar nóg er af fólkinu þá er sveitt partý á Tunglinu með því flottasta sem gerist. Sbr., Trentemöller!

Lítið annað en props frá mér. Persónulega hefði ég nefnt staðinn “Nýja Tunglið” eða “Kiddi's Crib”. En það er bara ég.