Rúbín

Einn sá flottasti í dag. Er aðallega veitinga og veislusalur en hægt að leigja hann í allskonar skemmtilegheit. Grunar að maður þurfi að koma með sitt eigið hljóðkerfi og ljósarkerfi. En staðurinn er mjög hrár. Það er samt það sem gerir hann svo flottann. Hann er mjög stílhreinn, sprengdur inn í berg öskjuhlíðar og allt svartmálað með helling af kristalljósakrónum og góðri skemmtistaðalýsingu til að skapa rétta moodið. Bergveggurinn sem myndar næstum helminginn af staðnum gefur furðulega og skrítið bergmál sem gerir hljómburð staðarins öðruvísi :)
Fyrirmyndar aðkoma að staðnum. Flott fatarhengi, fín salernisaðstaða og passlega mikið af sófum, stólum og borðum. Flottasta reykingaraðstaða sem ég hef séð hérlendis, upphitað tjald og nægilega stórt.
Barinn mætti vera örlítið stærri/lengri finnst mér samt. Ég sá sæmilega loftræsistokka í loftinu en varð ekki vitni af að þeir virkuðu þannig við skulum bara segja að þeir geri það þangað til annað kemur í ljós ;)
Öryggismyndavélar á hverju strái, sem ég plús líka.

kv,
B.