Mikið er ég ánægður að sjá svona góðan hóp af aðdáendum danstónlistar sem vilja komast til valda hér á Danstónlist.

Hinsvegar set ég stórt spurningarmerki við þessa könnun. Er ekki auðvelt að fá aðra huga notendur sem eru alls ótengdir þessu áhugamáli til þess að droppa við og skilja eftir eins og eitt stk. atkvæði. Er þetta ekki svolítið öfugsnúið lýðræðiskosning á þann háttinn. Það er engin neikvæðni í gangi hjá mér - með fullri virðingu fyrir þeim sem hér bjóða sig fram.

Það eru örfáir sem bjóða sig fram sem ég hef nánast ekkert séð af hér á vefnum. Og einn af þeim er að skora hátt í kosningunni. Aðrir hafa látið vel að sér kveða hér á vefnum sem alvöru notendur áhugamálsins. En eins og ég segi - þá er ég ekkert með leiðindi. Vildi bara athuga þetta.

Megi besti frambjóðandinn sigra þetta ;)