ERIC PRYDZ AFBOÐAR KOMU SÍNA TIL LANDSINS - SEINNI TÓNLEIKARNIR STANDA
Flex Music þykir miður að tilkynna það opinberlega að vegna óviðráðanlegra ástæðna getur Eric Prydz ekki séð sér fært á að mæta til landsins eins og um var samið. Eigandi Flex Music er miður sín vegna þessa frétta eins og gefur að skilja. Umboðsskrifstofa Eric Prydz hefur gefið það út að hann geti komið til Íslands seinna og þá á vegum Flex Music.

YNGRI TÓNLEIKARNIR FALLA NIÐUR
Ákveðið hefur verið að hætta við ballið fyrir 16 ára og eldri sem fram átti að fara fyrr um kvöldið. Þeir sem hafa keypt miða á þann viðburð í miðasölu Broadway fá þá að fullu endurgreiddan eftir helgi á þeim stað sem hann var keyptur. Viðskiptavinir sem hafa keypt miða í gegnum miða Midi.is fá þá endurgreidda/bakfærða einnig eftir helgi. Flex Music þykir þetta vægast sagt miður og ætlar að koma til móts við yngri kynslóðina með klúbbakvöldi í sumar.

ÍSLENSKIR TÓNLISTARMENN OG PLÖTUSNÚÐAR KOMA FRAM
Seinni tónleikarnir fyrir 20 ára og eldri munu þó fara fram með því úrvali plötusnúða sem voru búnir að boða komu sína á kvöldið. Sean Danke & Scheizer Goodman koma fram í fyrsta skipti á aðalsviði Broadway ásamt myrkradrengjunum úr Barcode sem allir ættu að þekkja. Miðaverð verður aðeins kr. 1500.- og fá þeir sem nú þegar hafa verslað miða endurgreiddan mismuninn.

Vonast er til að sem flestir láti sjá sig á þetta kvöld þó að aðstæður séu þessar. Frábærir íslenskir plötusnúðar og tónlistarmenn koma fram á þessu kvöldi þar sem aukið verður við hljóð- og ljós eins og auglýst hefur verið.

Allar spurningar beinist til flex@flex.is