Ekki alveg.


Þegar maður fer á torrent og sækir sér plötu, er vert að hugleiða:

#1 - Einhver eyddi tíma sínum í að gera hana.

#2 - Danstónlistarsenan er viðkvæmt blóm. Það er ekki eins og maður sé Hrói Höttur að stela af EMI eða Parlophone. Flestar útgáfurnar koma út á núlli.

#3 - Að framleiða og dreifa vínyl er dýrt spaug. Að borga remixurum, fólkinu á skrifstofunni, hanna cover osfv. er dýrt spaug. Ef þú notar ekki vínyl, kauptu lögin þá stafrænt.

#4 - Ef fyrirtækji í dansbrans leggja aðeins út kostnað, en fá hann ekki til baka (vegna þess að fólkið sem ‘elskar’ tónlistina stelur henni), fara þau að lokum á hausin.

#5 - Færri góð útgáfufyrirtæki = minna af góðri tónlist = færri góð lög handa plötusnúðum að spila = leiðinlegra að fara út að dansa.



Fæ alveg upp í kok þegar ég sé fólk á netinu, ótrúlega stolt af því að geta downloadað einhverju frítt. Talar af yfirlæti, líkt og þeir sem borgi séu fífl sem kunni ekki að stafsetja nöfnin á tónlistarmönnunum og íta á search.


Get a grip!