eftirfarandi er mixtape sem ég tók saman í tilefni af komu Dj F.E.X. til landsins þann 14. desember næstkomandi.

http://gegnsae.dansspor.is/barcode/FEXtracks.mp3

tracklist:

1. Dj F.E.X. - Beautiful
fyrsta lagið í syrpunni er af næst-elstu smáskífu kappans í þessu mixi, sú smáskífa er jafnframt sú hásaðasta, svona ljúflings-house sem kemur manni í góða skapið, electrónísk og skoppandi bassalína hressir alltaf, gefið út á Systematic í eigu Marc Romboy

2. Dj F.E.X. - No Problemo
tekið af sömu smáskífu, hressleikinn á svipuðu reki og í þessu lagi samplar hann hið goðsagnakennda lag “last night a dj saved my life”. No Problemo er orðin klassík, maður spilar þetta alltaf reglulega.

3. Dj F.E.X. - Death or Glory
minimalískt en melódískt, gefið út á hans eigins útgáfufyrirtæki. Lagið byggir vel upp og er fullkomið til að keira upp gleði og hamingju - Robotronic recordings

4. Dj Tim - No Better (Dj F.E.X. remix)
þetta er lag sem við vorum að tapa okkur yfir í fyrrasumar, breikið maður.. úff að spila þetta á klúbbi við rétta mómentið er priceless.. eitt af þessum sem gefur kvöldinu eitthvað extra - Robotronic recordings

5. Dj F.E.X., Dj Prinz - Urbaniac
þetta lag kom út núna snemma í sumar. þarna erum við komnir í smá klúbbakeyrslu með flottu riffi og góðri pródúseringu eins og oftast hjá kappanum - Robotronic recordings

6. Dj F.E.X. - Remember
þetta er lagið sem staðfesti það í mínum huga að Dj F.E.X. væri einn allra besti pródúser dansgeirans! Æðislega yndislegt lag hér á ferð sem hrífur mann með sér. - Robotronic recordtings

7. CPM - Iobec Maphic (Dj F.E.X. remix)
mér finnst alveg magnað hvað fór lítið fyrir þessu lagi á sínum tíma, þetta lag er eitt af leinisprengjunum mínum og yfirleitt er þetta lagið sem kemur fólkinu út á gólfið, eftir house lounge-ið þá byggir þetta lag upp spennu í byrjun og droppar svo í spekaðann klúbbabassa, mig langar alltaf að hækka meira þegar ég spila þetta lag ;) - Proton music

8. Dj F.E.X., Dj Prinz - With or Without
Ég spilaði þetta lag mikið núna í sumar, lagið byrjar í hressum klúbbara, en svo breytist það og það dettur inn skemmtilegur acid kafli sem gerði virkilega góða hluti á gólfinu í sumar - Robotronic recordings

9. Tommy Four Seven - Smoke (Dj F.E.X. remix)
þetta lag kom út í vor en ég hafði nú ekki gefið því mikinn gaum fyrren núna þegar ég ákvað að taka saman í þetta litla mix.. ég hefði nú alveg mátt gera það fyrr.. lagið er flott í klúbbagrúvið og ég hugsa að þetta myndi henta vel í bigroom settum hjá sasha, desyn masiello og fleiri kóngum. kom út á Brique rouge

10. Dj F.E.X. - Misterious Conversations (Tanzman & Stefanik remix)
Guð minn góður.. án þess að hafa tekið það saman þá held ég að þetta sé á alltime topp 10 hjá mér.. draumkennd stemmning sem undirstrikast af æðislegum díalóg og stingandi syntha.. samt svo hvetjandi hi-hattur á maður að dansa eða vera bara heima með þetta í headfónum.. kanski bara bæði :) elsta lagið í mixinu, kom út hjá Dessous í eigu Steve Bug sumarið 2005

11. Dj F.E.X. - Acid Forever
harðasta lagið í mixinu, dimmt og drungalegt - Brique rouge

12. Dj F.E.X. - Runway
annað drungalag sem henntar vel í dýflyssum, bankahvelfingum og öðrum óupplýstum rýmum..




Barcode kynnir því með stollti… Dj F.E.X. á Organ 14. desember.