Til að koma í gang smá umræðu þá langar mig til að vita hvernig þið duttuð inn í þessa senu (öll raftónlist yfir höfuð).

Ég man eftir því þegar að ég var polli og átti heima út í Svíþjóð. Þar var sýndur tónlistarþáttur á TV4 þar sem farið var yfir einhver top10 lög og einn daginn kom Mr. Oizo - Flat Beat.. og það var ekki aftur snúið.
Seinna fékk ég áhuga á trance og þar eftir Drum And Base / Breakbeat og svo fyrir svona tveimur árum smitaðist ég af house tónlist (Takk kærlega Eric Prydz =D).

Daft Punk átti líka stóran hluta í þessu.
En.. hvernig með ykkur?

Bætt við 5. júlí 2007 - 23:56
úff gleymdi Prodigy