Góðan daginn.

Ég hef lengi verið aðdáandi tónlistar frá frakklandi, raftónlistin ætíð verið fersk þaðan, t.d. daftaranir, laurent garnier og margir margir fleiri.

Nú stendur til að fara þangað eftir nákvæmlega viku, og ég var að spá í ef einhver gæti bent mér á eitthvað raftónlistartengt sem vert er að skoða þarna í parís. Plötubúðir, verslanir, jafnvel tónleikar. Eitthvað mega töff.

Svekkelsi dauðans að Daft punk er með tónleika einmitt í parís fimm dögum áður en ég verð þar. Svekkelsi!