Jæja nú hafa danstónlistarunnendur landsins loksins opnað augu sín fyrir hinni guðdómlegu hátíð Global Gathering in the UK og ætlar alveg hellingur að skella sér með okkur Flexurum þangað yfir í lok júlí.
Við fórum saman 6-10 manna eðalhópur í fyrra á Global og ég verð bara að segja að þetta var ein ferkasta upplifun mín á þeim 26 árum sem ég hef lifað, þvílík snilld!

Þess vegna er ég svo glaður að við getum deilt gleðinni með ykkur hinum og ég er að segja ykkur það að þið eigið svoooo eftir að fíla ykkur þarna, þetta er ekkert nema snilldin ein. Ekkert kjaftæði, rugl eða vesen þarna, allir eiturferskir innan um geðsjúka tóna og risatónleikatjöld, tívolí og geggjað veður og bara eintóm hamingja.

Hverjir hérna ætla að koma með og upplifa þessa sælu sem Global Gathering er..? :)