DJ Lucca á Nasa í Nóvember Techno.is kynnir Dj Lucca á Nasa 3.nóvember næstkomandi

Dj Lucca er einn heitasti og færasti kvenplötusnúður heimsins í dag. Það hefur sannast eftir að Dj Tiesto bauð henni með sér á dj túr um Evrópu ásamt því að Carl Cox valdi hana til að spila með sér á sínu eigin sviði á risa hátiðinni The Dance valley festival. Dj Lucca spilar einnig oft með Mauro Picotto á Meganight sem eru hans eigin kvöld sem eru haldin víðsvegar um Evrópu.

Dj Lucca var eitt aðalnúmerið á Love parade hátiðinni 2006 sem haldin var í júli mánuði í Berlín. Kom hún þar fram á aðalsviði hátíðarinnar með nöfnum eins og Sasha, Dj Tiesto, Westbam, Tiefschwarz og Paul Van Dyk en hún hefur spilað mikið með honum í gegnum tíðina og er einn af hans uppáhaldstónlistarmönnum.

Dj Lucca hefur spilað út um allan heim og þá oft með stórum nöfnum eins og Nick Warren, Carl Cox og Paul Oakenfold. Hún er mikil stórstjarna í Austur Evrópu þar sem danstónlisarmenningin er í mikilli uppsveiflu en Lucca kemur frá Tékklandi.
Hún hefur gefið út fullt af plötum og unnið með ótrúlega færum techno tónlistarmönnum eins og Michel De Hey, Chris Cowie, Christian Fischer og Davide
Squillace. Hún hefur gefið út á útgáfum eins og Bellboy records, Primate records, matrix music, Aquatrax og hennar eigin útgáfu Acapulco records. Platan hennar Mirage01 varð geysivinsæl í technoheiminum og var endurhljóðblönduð af einum frægasta og færasta technotónlistarmanni í heiminum, Umek. Carl Cox varð ástfanginn af einu lagi hennar og spilaði það grimmt og hafði það sem byrjunarlag á
fjölmörgum syrpum árið 2004.

Dj Lucca kemur til Íslands 3. nóvember og tryllir lýðinn á NASA í boði TECHNO.IS.
Ásamt henni koma fram Óli Ofur, Dj Richard Cuellar og Exos. Efri hæð Nasa verður í umsjón Flass plötusnúðanna Frikka a.k.a Frigore, Jakop Reynis a.k.a Jayrr og Bjarka Tweak en félagarnir mynda tríóið PLUGG'D. Eru þeir einmitt fastasnúðar á öllum helstu skemmtistöðum bæjarins eins og Thorvaldsen, Pravda og Hverfisbarnum og því einmitt þungamiðja skemmtannalífs Reykjavíkurborgar.


Endilega leitið fleiri frétta og upplýsinga um Dj Luccu á heimasíðu hennar http://www.lucca.cz og http://www.techno.is!

http://www.myspace.com/djlucca
http://www.lucca.cz
http://www.techno.is