hér fer fram lítil kynning á því sem er að gerast næsta mánuðinn í Íslensku klúbbalífi.



19. ágúst (menningarnótt):
Groovebox á Angello, Ingvi, Shaft, Andrés, sir Dancelot og Beatur taktkjaftur
hér er á ferðinni annað kvöldið í Groovebox seríunni sem Ingvi og Shaft hafa umsjón með, á Groovebox kvöldunum má heyra house sem á ættir að rekja til soul, funk og salsa tónlistar.
www.myspace.com/grooveboxcrew


25. ágúst á Broadway:
Gabriel og Dresden ásamt Ghost og Brunhein
það má búast við góðri klúbbastemmningu á Broadway með Gabriel og Dresden í fararbroddi, en þeir eru stórstjörnur innan klúbbasenunnar.
www.flex.is


26. ágúst á Pravda:
Jake Childs ásamt Dj Ingva, JonFri, Richard Cuellar og Tryggva.
Ég persónulega er rosalega spenntur fyrir þessu kvöldi, Jake Childs er underground, svalur og töff og mér skilst að hann verði að spila Live, sem er töff afþví að lögin hans eru töff, ekki spillir fyrir að Íslensku snúðarnir eru skemmtilegir líka.
http://www.myspace.com/trixius



1. september á Nasa:
Monika Kruise ásamt Exos, Dj Frímanni og Eyva
Fallegur kvenplötusnúður frá þýskalandi og hefur slegið í gegn á stórum tónlistarhátíðum eins og Sensation White og Love parade, það verður líka spennandi að heyra frímann taka comeback, en hann er einn af frumkvöðlum klúbbasenunnar á Íslandi og spilaði mikið á stöðum eins og Tunglinu, Rósenberg og Thomsen.
www.techno.is


2. september á Barnum
Ewan Person ásamt Alfons X, Andrési og Margeir
þarna er á ferðinni mjög spennandi gigg afþví að Ewan Person er maður sem ætti að hreyfa vel við stærri stöðum eins og Nasa, þannig að það má búast við mög skemmtilegu andrúmslofti á Barnum (gamli 22). Ewan Person er mikils metinn innan senunnar fyrir að vera góður pródúser og góður plötusnúður, ég spái fimm stjörnu framistöðu frá honum.
www.pz.is


7. september á Pravda:
Breakbeat.is, Fastasnúðarnir Kalli, Lelli og Gunni Ewok kokka ofan í okkur Drum and Bass af bestu gerð
www.breakbeat.is


15. september á Nasa:
Tiefschwarz ásamt Óla Ofur, Hjalta o.fl.
Þeir sem mættu á árslistakvöld Party Zone í janúar 2005 (kosið besti dansviðburður ársins 2005 af notendum pz.is) vita við hverju má búast hér, en það er sveitt electro-house beint frá berlín, fylgist með á næstu vikum hvernig þið náið ykkur í miða á þetta kvöld því það verður þröngt á þingi.
www.pz.is



15. og 16. september á Akureyri:
eitthvert dansfestival með Leibba og JonFri, veit ekkert sérstaklega mikið um þetta en það koma auglýsingar hingað inn í tíma



svo eru nokkrir útvarpsþættir í loftinu, en þeir eru eftirtaldir:

Party Zone á Rás tvö (90.1 og 99.9 á höfuðborgarsvæðinu), alla laugardaga frá c.a. 19.30 til 22.00.

Flex Music á X-inu fm 97.7 alla laugardaga frá 22.00 til 24.00

Breakbeat.is á X-inu fm 97.7 alla miðvikudaga frá 22.00 til 24.oo

Techno.is á Flass fm 104.5 alla miðvikudaga frá 22.00 til 24.oo




ef að þú ert orðin afskaplega spennt(ur) þá geturu líka fylgst með umræðum og tylkynningum á eftirfarandi heimasíðum:

www.hugi.is/raftonlist
www.pz.is
www.techno.is
www.breakbeat.is
www.flex.is



og ef það eru einhverjar sérstakar fyrirspurnir getið þið náð í mig á www.myspace.com/oliofur eða ‘olivalur at hotmail punktur is’


svo veit ég að það er verið að skoða nokkra skemmtilega viðburði fyrir veturinn.. svo verið spennt