Merkilegt hvað íslendingar eru fordómafullir gagnvart Techno tónlist. Frænka mín var í heimsókn hjá mér um daginn og við vorum að tala um djammið og ég sagði henni að ég dansaði mest við Trance og Techno. Og þá fór hún í þetta sama og maður er alltaf að heyra “þarf maður ekki að vera á einhverjum sterkum efnum til að fíla þessa tónlist?” og ég gjörsamlega snappaði.

Þetta er ótrúlegt hvað fólk er ruglað.
Ef maður segist fíla Thomsen er maður = dópisti. Ef maður segist fíla almennilega danstónlist (techno, trance ofl.) þá er maður líka dópisti.

Hvað hlustar þetta fólk á? Gott dæmi um AFLEITA tónlist er SportKaffi t.d Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins tja…kjaftæði og þegar ég fór þangað inn um daginn. Það var bara Britney Spears og lög úr Grease. Held að það segji allt um þann stað sem segja þarf