Hvað er hljóð!?

PARTUR#1

Ég hef hugsað mér að setja upp nokkra pósta þar sem ég ætla að útskýra hljóð og hljóðvinnslu.

Það getur orðið dálítið erfitt að úskýra þetta þar sem ég get ekki póstað myndum en ég ætla að reyna.

Hljóð er eitthvað sem flestir taka sem sjálfsögðum hlut en þú munt komast að því að hljóð er bundið mörgum lögmálum, en eins og með flest annað í kringum okkur , þá er hægt að læra þessi lögmál og þar með skilja þau.

Þannig að við byrjum á byrjuninni!

Hljóð berst áfram sem bylgjur í loftinu í formi breytilegs loftþrýstings!

Þú getur ímyndað þér loftþrýsting sem mælieiningu á þéttleika á loftmólekúlum, það er að segja að þegar það er mikill loftþrýstingur þá liggja þær þétt saman og berjast utan í hvor aðra en við lítinn þrýsting þá liggi þær laust saman og rétt skellast í hvor aðra.

Þegar “hlutur” hreyfist eða “Víbrar”( S.b.r Hátalari ) þá fara loftmólekúlurnar á hreyfingu og valda þannig breytingu á loftþrýstingi, það er að segja að þær rekast utan í hvor aðra og bera þar með áfram orku í loftinu í formi loftþrýstingsbreytinga.

NOTE! ****Hvernig bylgjur ferðast má líkja við hvað skeður ef þá hendir steini í tjörn og hvernig þær bylgjur ferðast og loks deyja út (ég kem til með að styðjast við þessa samlíkingu í fleiri útskýringum.)*****

Þessi orka sem loftmólekúlurnar bera áfram í formi breytilegs loftþrýstings , er það sem við köllum hljóð, vegna þess að loftþrýstingurinn veldur vibringi á hljóðhimnunni.

Við heyrum ekki litlar og mjög hægar breytingar á loftþrýstingi sem eiga sér stað og lítum þar með á það sem þögn.

En það sem við túlkum sem hljóð eru hraðar breytingar á loftþrýstingi sem gera það að verkum að hljóðhimnan vibrar og breytir þessum vibringi í rafboð sem send eru til heilans og túlkuð þar sem hljóð.

Ef við settum upp þessar loftþrýstingbreytingar í línurit/Graph á tímalínu, þá myndi stutt hljóð (einföld 100Hz bylgja ) líta einhvern veginn svona út.
.***
*.+.*
——————-
……*.-.*
…….***

(Það eru stjörnurnar sem lýsa myndinni)

Ef við gefum okkur að þetta sé mælieining á hversu mikill þrýstingur er yfir einhvern ákveðinn tíma
þá sjáum við að bylgjan byrjar í engum þrýstingi nær síðan hámarki(positifum þrýstingi) ,dalar aftur og nær síðan aftur negatífum þrýstingi, dalar síðan í núll þrýsting .
Þetta ferli kallast Eitt “Cycle” eða ein heil sveifla.


Þegar talað er um bylgjur þá er talað í gráðum , það er núlllínan og síðan fer bylgjan í 90°, 180°,270° og síðan 360°
Þetta ferli kallast Eitt “Cycle” eða ein heil sveifla.

….90°

0°……180°…..360°

…………270°


NOTE! það mætti segja að eitt “cycle” sé 360 gráðu hringur

NOTE! Í raun þegar talað er um bylgjur og gráðurnar sem segja til um ýmsar staðsetningar á bylgjunni , þá er talað um Fasa!
Þ.e.a.s + er positífur fasi á meðan - er negatífur fasi.

Ég endurtek að þetta er erfitt að útskýra svona en vonandi vekur þetta einhverjar spurningar,sem ég er meira en tilbúinn til að svara.:)

Coming Up “Hvað er hljóðstyrkur” “Hvað er tíðni” “Hvað er Fasi”…O.s.f.r.v






Random Thoughts… If man evolved from monkeys and apes, why do we still have monkeys and apes? <br><br>heckle&jive