Eftir að hafa hlustað á sama Autechre diskinn í marga marga mánuði var mér bent á tvær heimasíður sem breyttu lífi mínu, en það eru einmitt Audioscrobbler og LastFM

www.audioscrobbler.com
www.lastfm.com

Audioscobbler og LastFM er kombó af forritum/heimasíðum þar sem audioscrobbler plug-in (fyrir ýmis tónlistar play back forrit) les í gegnum tónlistina sem þú átt og mælir með einhverju góðu sem aðrir eru að hlusta á. LastFM streamar svo allri þessari tónlist beint í eyrun á manni. Allt er þetta löglegt, fyrir þá sem pæla í því og ég verð að segja að þetta stendur sig bara mjög vel í því að spila tónlist sem maður fílar. Ég hlusta sjálfur á, hvað skal segja, experimental raftónlist þ.e.a.s. Autechre, Funkstörung og fleira í þeim dúr og hefur þetta forrit spilað fyrir mig helling af nýrri tónlist sem heillaði mig upp úr skónnum. Svo ef maður er í góðum fíling þá eru linkar á það sem maður er að hlusta á þ.a. það er lítið mál að bæta nýjum CD í safnið… allt of lítið mál.

En s.s. kombó sem er alveg að virka, mjög einfalt í notkun og bara gaman… eru svo kannski allir að nota þetta og ég bara að fatta mjög seint :) allavega þið hin sem eruð sein eins og ég segi ég bara go nuts.