Var að hlusta á þessi lög sem urðu í efstu sætunum fyrst núna, ég verð að segja fyrir mitt leyti að lagið sem varð í öðru sæti hefði orðið afgerandi sigurvegari hjá mér.

Sjálfur er ég vonlaus tónlistarmaður, get ekki skammlaust haldið tóni og þar fram eftir götunum. Því nýt ég tónlistarinnar eins og hún er gerð, og slepp við að hugsa “þarna hefði ég sko trillað aðeins meira” eða hvað það er sem tónlistarheilar hugsa.

DrumNBase byrjaði vel og ég var talsvert inni í því fyrir mörgum mörgum árum. Það vatnaðist þó fljótt út, og það má sjá í þessu sigurlagi.

Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti Heckle&Jive, ég þekki engan keppendanna og ekki heyrt neitt með þeim (svo ég viti). Hins vegar finst mér lag þeirra mun síðra en hitt lagið, ég sé að mjótt var á mununum en það var víst nóg til að lakara lagið ynni.

Ég kíkti á heimasíðu Heckle&Jive á mp3.com, og ætlaði að prufa að skoða fleiri lög með þeim, þar sem að Ultima var að segja að þeir gera ekki bara D&B. Ég hins vegar snarhætti við þegar ég sá að ég þyrfti að gefa upp netfang mitt, ég er orðinn þreyttur á svonalöguðu á netinu. Því get ég ekki dæmt um önnur verk þeirra.

Það eina sem ég veit að lagið sem ég tel betra, vann ekki.

www.totw.org/stalfur/cd-list.html
Summum ius summa inuria