Adam Beyer.

Koma Adam Beyer hefur verið staðfest 17. september á Íslandi þar sem hann mun koma fram á Gauknum.

Adam beyer hefur gefið út meira en 60 smáskífur, 4 breiðskífur og yfir 50 endurhljóðblandanir, meðal annars fyrir Underworld, Chris Liebing og SpeedyJ.
Hann hefur komið fram á óteljandi safndiskum sem blandaðir hafa verið af plötsnúðum á borð við Luke Slater, Misstress Barbara og Carl Cox.

Sjálfur hefur Adam Beyer gefið út 3 mixdiska og spilað út um allan heim í öllum heimsálfum jarðarinnar, enda búinn að vera einn allra þekktasti techno plötusnúður heimsinns í 10 ár.

Adam Beyer hefur ávalt verið stærsti frumherji techno senunar hverju sinni og komið aðdáendum technosins stöðugt á óvart með ferskum straumum. Hann hefur stofnað útgáfur á borð við Drum code, Code red og þá nýjustu True soul.


Adam Beyer hefur verið aðalnúmer umfangsmestu techno hátiða heimsins síðasliðin ár á borð við Nature One, Timewarp, Loveparade og Awaikenings.

Búið ykkur undir :

ADAM BEYER 3 deck mixing @ gaukurinn.
17/09/2005
Iceland/Reykjavík
í boði www.techno.is

Meira um Adam Beyer er að finna hér :

http://www.discogs.com/artist/Adam+Beyer
http://www.truesoulrecords.com
http://www.discogs.com/artist/Mr.+Sliff
http://www.drumcode.se/