Þannig er mál með vexti að nýlega eignaðist ég M-audio firewire 410 utanáliggjandi hljóðkort. Þetta er topp græja í alla staði nema að mér finnst latency-ið vera furðulega mikið. Það er að segja bæði þegar að ég nota synthann minn sem midi controler og líka ef að ég er að taka beint upp gítar, bassa o.s.fv í gegnum kortið. Latency-ið sem að ég er að upplifa er í kringum 18 - 20 ms. Ég náði mér í nýjustu driverana á síðunni hjá m-audio, það lagaði ekkert. Forritið sem að ég nota er ableton live og ég er með powerbook, G4 superdrive og Panther stýrikerfi.

Ef e-h veit hvað málið er eða hefur lent í sama veseni, þá má sá hinn sami endilega gefa mér góð ráð og svör.

takk fyrir