Já þessi sorglegi atburður hefur áhrif á rafsenuna um allan heim.
Goðsögnin John Peel er nú allur eftir að hafa fengið hjartaáfall.
Þessi ötulli stuðningsmaður rafsenunar var útvarpsmaður á bbc og spilaði ávalt frábæra raftónlist í bland við fjölbreytta tónlist frá öllum heimshornum veraldar.
Hvort sem um var að ræða afríska rokktónlist eða færeyska þjóðlagatónlist.
Ekki má gleyma hinum ógleymanlegu “Peel sessions” diskunum sem snillingar á borð við Black dog, Plaid, Boards of canada, Autechre og Orbital gerðu.
Hann fékk einnig góða gesti í þáttinn á borð við Dave Clarke og var dáður af aðdáendum um allan heim.
Það var líka skemmtilegt að heyra blöndu frá John Peel þar sem hann spilaði Jeff Mills á eftir klassískri fiðlutónlist frá jamaica. Kappinn spilaði meira segja minimal dub lag eftir 45 ára gammlan íslending er kallar sig Octal.
Ég bið GUÐ um að geyma þennan mann og hlakka til að hitta hann í himmnaríki.
EXOS.