Nú er glatt á bæ, því raftónlistarmaðurinn Lime (þ.e.a.s. ég) er búinn að gefa frá sér sína fyrstu breiðskífu. Platan ber heitið “Skynminningar” og er til sölu í 12 tónum, Músík og meira (í kjallaranum undir þar sem Hljómalind var), Skífunni í Smáralind og brátt einnig í Þrumunni. Diskurinn er 65 mínútna langur og prýðir 18 lög.

Ambient, IDM, Industrial/Noise, vottur af Drum & Bass og krydd af klassík er það sem heyra má ef “Skynminningar” er settur fóninn. Þrátt fyrir ýmis stefnuafbrigði myndar diskurinn ágætis heild.

“Skynminningar” kostar einungis 1500 krónur, og er það gjafarverð fyrir skemmtilega og melódíska raftónlist. Ekki má gleyma töff coverinu sem Lime hannaði sjálfur.

Tryggið ykkur eintak! :)