Dustið rykið af glowstickunum, geltúpunni og verjunum kæru elektronik nörd því hann er væntanlegur aftur..SCOOTER í laugardalshöll þann 25. september. Ný plata sveitarinnar, Mind the Gap, er ástæða annars tónleikaferðalags og voru íslandsvinirnir svo heillaðir af landinu að þeir vildu koma við hér og spila nokkra slagara. Nú er bara að vera opinn fyrir auglýsingum um miðasöluna því það seldist upp á kappann seinast þegar hann lék fyrir dansi..