Jæja, ég fór í Þrumuna í dag og ætlaði að biðja um að fá endurgreidda 3 miða sem ég og vinir mínir eigum.
Þar er sagt við mig að ég GETI ekki fengið endurgreida þessa þrjá miða.. afhverju?

Því að eigandinn á búðinni á ekki pening til að endurgreiða, heldur í STAÐINN eigum við að geta fengið að fara á John Digweed 16 Júní eða á Sasha (hugsanlega í ágúst).


Eftir að hafa hlustað á eigandann segja 3-4 sinnum að hann eigi ekki peninginn (sem kemur mér meðal annars ekki jack shit við).
Þá gekk ég út með þrjá miða (9 þúsund krónur) og LOFORÐ um að ég eigi að geta notað þessa miða eftir 20 daga tæpa, eða ég get beðið í sirka 2 mánuði tæpa og farið á Sasha.

Ég gekk útur verzluninni allveg band fjúríus út, og var við það að æsa mig upp í verzluninni, þar sem mér finnst svona eigi ekki að líðast.
Og ætli ég verði ekki að halda í vonina að fá þessa blessuðu miða.


Ég spyr ykkur, bæði sem fóruð á NASA þetta kvöld sem Sasha átti að spila og hina sem vilja tjá sig um þetta mál,

Finnst ykkur þetta ganga?
Myndu þið vilja eyða 3 þúsund krónum í eitthvað loforð hjá verzlun um að þið fáið það sem þið eruð búin að borga fyrir? Hjá verzlun sem getur ekki endurgreitt miðanna því að hún er skuldug uppfyrir haus?

Endilega komið með ykkar álit (flame og slíkt er þegið, en verður lítið sem ekkert hlustað á því að verzlunin skuldar mér ennþá þrjú þúsund)<br><br><a href="http://hate.skjalfti.is“><font color=”#000000"><b>[.Hate.]</b></font></a><a href="http://vignir.gella.is“><font color=”#000000“>Indy</font></a>

”First rule of gunrunning:
never get shot with your own merchandise"