Á baksíðu DV er lítil frétt þess efnis að Félag plötusnúða á höfuðborgarsvæðinu ætli sér að halda árshátíð. Þar stendur:

“Félag plötusnúða á höfuðborgarsvæðinu ráðgerði árshátíð í næsta mánuði og leitaði að hentugum og rólegum degi fyrir félagsmenn til að skvetta úr klaufunum. Þeir eru venjulega að vinna þegar aðrir skemmta sér og varð miðvikudagurinn 7. apríl því fyrir valinu. Var pantapur matur á veitingahúsi fyrir plötusnúðana og síðan stefnt að djammi á Sirkus við Klappastíg fram eftir nóttu. Heldur brá forsprökkum gleðspakarins þegar þeir komust að því að frátekinn miðvikudagur er í raun aðfaranótt skírdags, einn helsti helsti sukkdagur þjóðarinnar og eftirspurn eftir plötusnúðum sjaldan meiri.”

Ég varð dáldið undrandi að sjá þetta þar sem mér er í fersku minni sú árshátíð plötusnúða sem PZ menn stóðu fyrir með pomp og prakt á seinnihluta síðasta árs, samhliða kynningu á “all time” listanum. Einnig er þetta sami dagur og Misstress Barbara hefur boðað komu sína á Nasa.
Hjá mér vaknar því spurninginn, hvaða plötusnúðar eru þetta? Eru poppara plötusnúaðarnir komnir með hagsmunasamtök? Ef svo er, af hverju eru þá ekki þekktari plötusnúðarnir í þeim samtökum?

Er kannski eitthvað að fara framhjá mér?<br><br>Góðar stundir.
Góðar stundir.